Mosaic Fashions, sem er að mestu í eigu Baugs, tilkynnti á föstudag að skrifað hafi verið undir yfirtökusamning á tískuvöruversluninni Rubicon Retail, segir í fréttatilkynningu.

Kaupsamningurinn hljóðar upp á 320 milljónir punda (um 43 milljarða króna), en með yfirtökunni verður til ein af stærri tískuvöruverslunarkeðjum fyrir konur í Bretlandi.

Mosaic mun greiða 140 milljónir punda með reiðufé, 45 milljónir í skuldabréfum og kaupheimildum til hluthafa Rubicon. Hluthafar Rubicon munu eiga rétt á því að kaupa hluti í Mosaic á genginu 0,1294 pund (um 17 íslenskar krónur) á næstu fimm árum, segir í tilkynningunni.