Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, gefur út bók í næstu viku sem ber titilinn „Í köldu stríði - Vinátta og barátta á átakatímum“.

Í bókinni rekur Styrmir meðal annars að hann hafi árið 1961 tekið að sér, fyrir beiðni Eyjólfs Konráðs Jónssonar, þáverandi ritstjóra Morgunblaðsins, að vera tengiliður við mann sem hafði starfað bæði í Æskulýðshreyfingunni og Sósíalistafélagi Reykjavíkur. Hitti Styrmir manninn reglulega á kvöld- eða næturfundum og skrifaði skýrslur um innanbúðarfólk og það sem var að gerast hjá þeim sem þá voru kallaðir kommúnistar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu .

Þetta gerði Styrmir fram til ársins 1968 og voru skýrslurnar notaðar til fréttaskrifa í Morgunblaðinu með reglulegum hætti. Styrmir segir í bókinni að það væri of virðulegt heiti að líka þessu starfi við „njósnir“. Þetta hafi verið upplýsingaöflun og hann hafi aldrei haft efasemdir um að hann hefði gert rétt með því að vinna þetta verk.