Á meðal þeirra fyrirtækja sem danski fjármálaskribentinn og greinandinn Claus Forrai, skrifaði „fallega“ um er færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] sem skráð er í kauphöll OMX á Íslandi.

Þetta kemur fram í grein í Sosialurin í Færeyjum og fjallð er um á vef ríkisútvarpsins í Færeyjum.

Eins og komið hefur fram hefur Forrai sem skrifaði greiningar í tímaritið Penge og Privatøkonomi, verið kærður fyrir meint ólögmæt verðbréfaviðskipti með því að hafa keypt hlutabréf í félögum og skrifað síðan jákvæðar greinar um þau til þess að hagnast á því.

Viðurlög í dönskum lögum við brotum af þessu tagi getur verið fangelsi í allt að eitt og hálft ár og í mjög grófum tilvikum allt að fjögur ár.