Væntanleg er í næsta mánuði bók eftir Jónínu Leósdóttur rithöfunum þar sem hún fjallar um samband sitt við konu sína, Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Bókin heitir Við Jóhanna. Þær Jóhanna og Jónína giftu sig fyrir skömmu síðan.

Fréttablaðið hefur upp úr tilkynningu Máls og menningar, sem gefur bókina út, að Jónína segi þær Jóhönnu hafa alla tíð lagt kapp á að halda einkalífi sínu út af fyrir sig. Nú finnist þeim tími kominn til að opinbera þá óvenjulegu sögu. Hún spannar tæpa 30 ár.

Jóhanna Sigurðardóttir er fyrsti forsætisráðherrann sem er opinberlega samkynhneigður.

Mál og menning segir um átaka- og ástarsögu að ræða sem varpi nýju ljósi á samband þeirra Jóhönnu og Jónínu. Jóhanna ritar sjálf eftirmála bókarinnar.