Íslensk stjórnvöld svöruðu í gær greinargerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Icesave-málinu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Með bréfinu lauk skriflegum málflutningi í málinu. Munnleg meðferð málsins hefst á dómþingi EFTA-dómstólsins í Lúxemborg 18. september næstkomandi.

Í Morgunblaðinu kemur fram að í svari íslenskra stjórnvalda voru sjónarmið framkvæmdastjórnarinnar gagnrýnd harðlega. Meðal annars er bent á misræmi í málflutningi ESA og framkvæmdastjórnarinnar þar sem nú sé tekið fram að engin skylda hvíli á ríkinu að leggja tryggingasjóðnum til fé og telja stjórnvöld að málflutningur þeirra lýsi skorti á skilningi á takmörkunum innstæðutrygginga.