Bakkavör Group hefur ákveðið að loka fjármálaskrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn og færa starfsemina til Reykjavíkur. Jafnframt verða flutt störf frá skrifstofu félagsins í London til Reykjavíkur. Á sama tíma munu höfuðstöðvar félagsins í Reykjavík flytjast frá Suðurlandsbraut 4 að Tjarnargötu 35, 101 Reykjavík.

Stjórn Bakkavör Group boðaði til hluthafafundar í morgun. Stjórnin boðar til hluthafafundar þar sem leitað verður eftir heimild til hækkunar hlutafjár sem nemur um 790 milljónum króna að nafnvirði. Um er að ræða forkaupsréttarútboð þar sem hlutafé félagsins verður hækkað allt að 750 milljónir króna að nafnvirði með áskrift nýrra hluta. Jafnframt mun stjórn félagsins sækja heimild til hækkunar allt að 40 milljónum króna að nafnvirði með sölu nýrra hluta til starfsmanna félagsins eða tengdra aðila. Samtals er því óskað eftir heimild til hækkunar allt að 790 milljónum króna að nafnvirði. Ætlunin er að nýta hlutaféð til þess að renna frekari stoðum undir arðbæran vöxt félagsins og fjármagna m.a. sókn þess á nýja markaði í Evrópu og Asíu.