Tæplega sextug kona, Anna Eiríksdóttir, hefur verið dæmd fyrir fjársvik í starfi sínu sem skrifstofustjóri hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Hún var fundin sek um að hafa dregið sér 300 þúsund krónur af bankareikningi Raunvísindastofnunar. Einnig að hafa tekið út 605 þúsund krónur á greiðslukorti stofnunarinnar. Kortið notaði hún meðal annars til að greiða fyrir áskrift af sjónvarpsstöðvum, viðgerð á straujárni, teppi og teppalín og margt margt fleira.

Konan var dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Einnig þarf hún að greiða stofnuninni 605 þúsund krónur til baka.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur.