Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur nú lokið við að setja saman ytri parta af nýjustu hönnun sinni, A350XWB vélinni.

Fyrsta vélin sem framleidd er, og hlýtur þá um leið framleiðslunúmerið MSN1, var færð í morgun á milli bygginga í höfuðstöðvum Airbus í Toulouse í Frakklandi en þetta er í fyrsta sinn sem vélin er birt samansett.

Búið er að setja upp rafkerfi vélarinnar en nú við vinna við að setja upp  vökvakerfi vélarinnar auk tækjabúnaðar. Í kjölfarið tekur við rúmt ár af ýmiss konar prófunum.

Gert er ráð fyrir að fyrstu vélinni verði flogið um mitt næsta ár og ef áætlanir standast mun fyrsta vélin verða afhent til notkunar árið 2014. Gert er ráð fyrir þremur línum af A350 vélinni. Þær eru A350-800 sem mun sitja um 270 farþega, A359-900 sem mun sitja um 314 farþega og A350-1000 sem mun sitja allt að 350 farþega.

Líkan af Airbus A350XWB.
Líkan af Airbus A350XWB.
© Gísli Freyr Valdórsson (VB MYND/GFV)

Líkan af Airbus A350XWB.

Líkan af Airbus A350XWB.
Líkan af Airbus A350XWB.
© Gísli Freyr Valdórsson (VB MYND/GFV)

Líkan af farþegarými Airbus A350XWB.

Tölvulíkan af Airbus A350 - nýjustu vél Airbus.
Tölvulíkan af Airbus A350 - nýjustu vél Airbus.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Tölvulíkan af Airbus A350XWB.