Um 3,2 milljónir Bandaríkjamanna sóttu í fyrsta skiptið um atvinnuleysisbætur í síðustu viku. Þetta þýðir að frá miðjum mars hafa 33,5 milljónir manna sótt um bætur í Bandaríkjunum. Í apríl mældist 16% atvinnuleysi í landinu en til samanburðar var atvinnuleysið 4,5% í mars og 3,5% í febrúar

Eins og víða annars staðar hefur heimsfaraldurinn haft gríðarleg áhrif bandarískt efnahagslíf. Talaði hefur verið um síðasta áratug, sem „glataða áratuginn" og er þá verið að vísa til þess að frá árinu 2010 þar til fyrir tveimur mánuðum hafði verið stöðugur atvinnuvöxtur í Bandaríkjunum. Þegar heimsfaraldurinn dundi yfir hafði þessi vöxtur varað í 113 mánuði samfleytt. Til að setja atvinnuleysistölurnar núna í samhengi má geta þess að í kreppunni frá 2007 til 2009 töpuðust 8,7 milljónir starfa í Bandaríkjunum.

Frá árinu 1948 hefur atvinnuleysi aldrei mælst meira í Bandaríkjunum en nú.  Áður hafði það mest mælst 10,8% á mánuði í Bandaríkjunum en það var síðla árs 1982 en eins og áður sagði mældist 16% atvinnuleysi í nú í  apríl.

Þó þessar tölur séu gríðarlega háar þá hafa kannanir sýnt að stór hluti Bandaríkjamanna er utan kerfisins og opinberu talnanna. Samkvæmt niðurstöðunum getur fjöldinn numið ríflega 10 milljónum, sem þýðir þá að á fimmta tug milljóna er án atvinnu í landinu.