Kína hefur undanfarin ár verið stærsti lánardrottinn Bandaríkjanna í þeim skilningi að hvergi í heiminum er að finna jafn mikið af bandarískum ríkisskuldabréfum og í hirslum Kínverja. Ef marka má nýja útreikninga bandaríska fjármálaráðuneytisins hefur skuldin þó verið vanmetin. Samkvæmt frétt BBC eiga Kínverjar nú bandarískar skuldir fyrir um 1.160 milljarða dollara og er það um 268 milljörðum, 30% meira en áður var talið.

Þetta þykir þó ekki endilega slæmt því eins og greinendur sem BBC hefur vitnar í bendir á er þetta til marks um að Bandaríkin geti enn fjármagnað skuldir hins opinbera.

Athygli vekur að nýjar tölur fjármálaráðuneytisins bandaríska sýna að kínverskir fjárfestar kaupa nú bandarísk skuldabréf í auknum mæli í gegnum Bretland. Grunur hafði leikið á þessu um nokkurt skeið en það hefur ekki fengist staðfest fyrr en nú.