Hallinn á A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga nam um 13 milljörðum króna í lok árs 2010 samkvæmt tryggingafræðilegri athugun og nauðsynlegt er að hækka iðgjald um 4% til viðbótar til að mæta hallanum.

Heildarlaunaútgjöld Reykjavíkurborgar (með launatengdum gjöldum) námu 31,4 milljörðum króna árið 2010 en heildarlaunaútgjöld allra sveitarfélaga á Íslandi námu rúmum 90 milljörðum þannig að hlutur Reykjavíkur var um 35%.

Þannig mætti gróflega skjóta á að hlutdeild borgarinnar í umræddum 13 milljarða halla gæti verið um 4,5 milljarðar króna sem var um 7,5% af heildartekjum borgarinnar 2010.