Dæmi eru um að einstaklingar sem skulda allt frá nokkuð hundruð milljónum króna og upp í meira en milljarð hafi leitað til Umboðsmanns skuldara. Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi Umboðsmanns skuldara, segir að fáir skuldi svo háar fjárhæðir. Spurð hvort dæmi sé um einstaklinga sem leiti til umboðsmanns og skuldi meira en milljarð króna svarar hún því játandi.

Rúmlega þúsund stærstu skuldarar sem leitað hafa til Umboðsmanns skuldara skulda að meðaltali um 85 milljónir króna. Skuldir sama hóps, sem telur alls 1.054 skuldara, nema samtals um 55% af heildarskuldum þeirra sem sótt hafa um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.