Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) skilaði 14,9 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 13,2 milljónir árið 2014. Þetta kemur fram í samandregnum ársreikningi sambandsins.

Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir sambandsins 511 milljónum króna um áramótin, en 495 milljónum í lok árs 2014. Stærsta eign KSÍ eru tvær hæðir í stúkunni við Laugardalsvöll sem metin er á 405 milljónir.

Eigið fé nam 509 milljónum um síðustu áramót samanborið við 497 milljónir ári áður. Samkvæmt reikningnum skuldar KSÍ lítið eða ríflega 1,3 milljón.