Þó ríkisstofnunum sé óheimilt að fjármagna rekstur sinn með því að taka yfirdrátt á bankareikningi þá skulduðu nokkrar ríkisstofnanir tugi milljóna króna í yfirdrátt um síðustu áramót samkvæmt samantekt Viðskiptablaðsins. Á sama tíma lágu fjármunir inni á bankareikningum fjölmargra annarra ríkisstofnana. Heilbrigðisstofnanir, einkum á landsbyggðinni, eru þær sem skulduðu mest af yfirdráttarlánum í byrjun síðasta árs.

Samkvæmt reglum um lánsviðskipti ríkisstofnana er þeim óheimilt að nota yfirdrátt til að fjármagna rekstur sinn. Í mörgum ríkisstofnunum hafa þessar reglur verið þverbrotnar um árabil.

Þeir yfirdráttarvextir sem viðskiptabankarnir bjóða fyrirtækjum eru á milli 12 og 13 prósent miðað við upplýsingar á vefsíðum bankanna. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir og forsendur um vexti virðist vaxtakostnaður ríkisstofna vegna yfirdráttarlána nema á milli 10 og 20 milljónum króna á ári um þessar mundir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á fimmtudaginn. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Flutningskerfið á Norðurlandi er sprungið.
  • Verð á hvítu kjöti gæti lækkað verulega.
  • Ísland er sjöunda besta landið fyrir kvenfrumkvöðla.
  • Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins er í ítarlegu viðtali.
  • Jón Óskar Þórhallsson snýr aftur heim til Vestmannaeyja.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um lagasetningu á verkföll.
  • Óðinn fjallar um virði menntunar.
  • Þá eru í blaðinu greinar, skoðanapistlar, fréttir af fólki og margt fleira.