Skuldabréf upphaflega gefin út af Sveitarfélaginu Álftanesi í flokknum BESS 00 1 hafa verið færð af Athugunarlista Kauphallarinnar með vísan til breytingar á útgefanda. Nýr útgefandi bréfanna er Garðabær. Kemur þetta fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Skuldabréf Álftaness voru upphaflega færð á Athugunarlista í desember 2009 vegna óvissu um fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins. Þá höfðu verið fluttar fréttir af því að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga teldi að Álftaness væri komið í greiðsluþrot. Skuldir sveitarfélagsins námu þá fimmföldum tekjum þess.

Í október síðastliðnum samþykktu íbúar Garðabæjar og Álftaness að sveitarfélögin yrðu sameinuð.