Á föstudaginn komandi, 11. nóvember, verður Íslandsbanki með útboð á sértryggðum skuldabréfum. Verða boðnir út óverðtryggði flokkurinn ISLA CB 23 og verðtryggðu flokkarnir ISLA CBI 22 og ISLA CBI 26, en stefnt verður að skráningu þeirra í Kauphöllinni 18. nóvember.

„Í tengslum við útboðið fer fram skiptiútboð þar sem eigendum verðtryggða flokksins ISLA CBI 16 gefst kostur á að selja skuldabréf í flokknum gegn kaupum á skuldabréfum í ofangreindu útboði,“ segir í fréttatilkynningu bankans en verðbréfamiðlun bankans hefur umsjón með útboðinu.

„Verð skuldabréfa í flokki ISLA CBI 16 er fyrirfram ákveðið á pari sem jafngildir verðinu 100 og ávöxtunarkröfunni 3,50% (að viðbættum áföllnum vöxtum og verðbótum er verðið 115,7996515).“