Skuldabréf gefin út af Eyri Invest hf. hafa verið færð á Athugunarlista með vísan til tilkynningar sem birt var opinberlega þann 15. maí 2013 um að Eyrir hefði gert tilboð í skuldabréfaflokkinn, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Kauphallarinnar.

Á miðvikudaginn var greint frá því að Eyrir Invest hefði selt 3,8% hlut í Marel á genginu 142 krónur á hlut. Þetta jafngildir 28 milljón hlutum í Marel, að því er fram kemur í flöggun til Kauphallarinnar. Söluandvirðið nemur tæpum 4 milljörðum króna. Á sama tíma gerði félagið tilboð í skuldabréfaflokkinn Eyri 11 1 og stefnir að afskráningu þeirra í kjölfar uppkaupa. Eyrir Invest á eftir viðskiptin 29,3% hlut í Marel.