Sádí-Arabar eiga bandarísk ríkisskuldabréf fyrir 121 milljarð Bandaríkjadala. Það eru ríflega 14 þúsund milljarðar íslenskra króna. Eignir konungsdæmisins hafa verið stórt leyndarmál í fjármálaheiminum í meira en fjörutíu ár, þar eð stefna Bandaríkjamanna hefur verið sú að halda skuldabréfaeignum þess leyndum. Bloomberg greinir frá þessu.

Skuldabréfaeign Sádí-Araba hefur hækkað umtalsvert á síðustu tveimur árum - en árið 2014 nam hún 82,7 milljörðum Bandaríkjadala eða um það bil 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Seðlabanki Sádí-Arabíu á um 587 milljarða Bandaríkjadala í erlendri mynt, en það þýðir að um 20% eignarinnar er í Bandaríkjadölum.

Eigninni hefur veirð haldri leyndri síðan árið 1974, þegar Sádí-Arabía hóf sín fyrstu ríkisskuldabréfakaup frá Bandarísku fjárhirðunum. Leyndin var eins konar eftirkast olíukrísunnar árið 1973 - en þá ákváðu OPEC-þjóðir að hætta olíuútflutningi til þeirra þjóða sem studdu Ísrael í átökum þjóðarinnar við Egyptaland og Sýrland sem þá geisaði.

Útflutningsbannið varð til þess að olíuverð hækkaði um 400% á heimsvísu - úr 3 Bandaríkjadölum á tunnu í að vera 12 Bandaríkjadalir - en verðið var enn hærra í Bandaríkjunum, þar sem framleiðsla hafði náð sérstökum lágpunkti. Það gerði það til verka að olíuverð fór upp í hæstu hæðir þar í landi.

Leyndin hefur þjónað sem ákveðin velvild gagnvart Sádí-Aröbum, til þess að samband þeirra við Bandaríkjamenn haldist í sem bestu fari og að viðskiptasamband þeirra bíði sem minnsta hnekki.