Seðlabanki Íslands hefur keypt aflandskrónur í formi reiðufjár og skuldabréfa ríkissjóðs og Íbúðalánasjóðs að fjárhæð um 90 milljarða króna eins og áður hefur komið fram.

Kaupverð skuldabréfanna er að fjárhæð 61.816.468.750 króna en nafnverð þeirra er að fjárhæð 57.193.727.492 króna.Miðast kaupverðið við hagstæðustu ávöxtunarkröfu á markaði við lok viðskipta föstudaginn 10. mars 2017.

Verður öðrum eigendum aflandskróna boðið að eiga viðskipti við Seðlabankann á sömu kjörum, það er á genginu 137,5 krónum á hverja evru og afhenda skuldabréf á sama verði.