*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 19. apríl 2018 14:28

Skuldabréf fyrir milljarð sænskra

Íslandsbanki hefur gefið út skuldabréf í Svíþjóð með 0,8% álagi á sænska millibankavexti.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Íslandsbanki hefur gefið út skuldabréf að fjárhæð 1 milljarð sænskra króna eða sem nemur um 11,9 milljarðar íslenskra króna til 4 ára með innköllunarheimild af hálfu útgefanda eftir 3 ár að því er segir í tilkynningu.

Skuldabréfið ber fljótandi vexti, 80 punkta ofan á 3 mánaða millibankavexti í sænskum krónum.

Útgáfan var seld til hóps fagfjárfesta frá Norðurlöndunum og stefnt er að skráningu skuldabréfanna í Kauphöllina á Írlandi þann 26 apríl 2018.

Um er að ræða þriðju opinberu útgáfuna sem Íslandsbanki gefur út í sænskum krónum síðan lok árs 2013. Í tilkynningunni segir að útgáfan undirstriki viðleitni bankans um að hafa útistandandi skuldabréf á þessum mikilvæga markaði.