Bæði verðtryggð og óverðtryggð skuldabréf, sem skráð eru í Kauphöllinni, hafa hækkað frá því að opnað var að nýju fyrir viðskipti með þau fyrir um 15 mínutum síðan.

Niðurstaða EFTA-dómstólsins í ráðgefandi áliti til Hæstaréttar veldur hækkuninni. Samkvæmt álitinu er verðtrygging ekki ólöglög en það er íslenskra dómstóla að dæma um, hvort skilmálar í lánum hafi verið samkvæmt lögum eða ekki.

Verðtryggð skuldabréf hafa hækkað vegna þessa en óverðtryggð skuldabréf útgefin af ríkissjóði hækka þar sem minni líkur en áður eru á því að ríkissjóður, Íbúðalánasjóður og aðrir opinberar stofnanir verði fyrir áföllum vegna dóma um verðtryggingu.