Opnað verður fyrir pörun viðskipta með öll skuldabréf Íbúðalánasjóðs klukkan 13:40. Samfelld viðskipti munu hefjast klukkan 13:50.

Íbúðabréf (HFF) hafa verið færð á Athugunarlista. Í ákvörðun Kauphallar er vísað í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar sem ákvað í morgun að gerðar verða breytingar á Íbúðalánasjóði og að honum verði veitt allt að 13 milljarða eiginfjárframlag. Ákvörðun Kauphallarinnar er tekin vegna óvissu um verðmyndun skuldabréfanna.

Viðskipti með öll skuldabréf útgefin af Íbúðalánasjóði voru stöðvuð í morgun í kjölfar fréttar Bloomberg. Þar var haft eftir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur þingmanns að hún teldi að endursemja þurfi um skilmála íbúðabréfa þannig að þau verði uppgreiðanleg. Þá sagði hún að til framtíðar væri nauðsynlegt að afnema ríkisábyrgð á skuldabréfum sjóðsins.