Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,20% í 9,96 milljarða króna viðskiptum í dag. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,09% og sá óverðtryggði um 0,46%, en mun meiri velta var með óverðtryggð bréf en verðtryggð í dag.

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði hins vegar um 0,67% og endaði í 970,39 stigum. Gengi bréfa Atlantic Petroleum hækkaði um ein 3,23% í reyndar afar litlum viðskiptum, sem námu um 840.000 krónum. Bréf Haga hækkuðu um 1,77% og Össurar um 0,80%. Bréf Icelandair hækkuðu um 0,36%, en engin hlutabréf lækkuðu í verði í dag. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam rúmum 252 milljónum króna.