Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,2% í dag í 6,3 milljarða króna viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,3% í 3,6 milljarða króna viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 2 milljarða króna viðskiptum.

Samtals hækkaði GAMMA: GBI um 0,8% í vikunni, GAMMAi: Verðtryggt um 1,2% og GAMMAxi: Óverðtryggt um -0,1%. Meðal dagsvelta í vikunni var 6,1 milljarður, þar af 2,5 milljarðar með verðtryggt og 3,6 milljarðar með óverðtryggt.

Hækkun í Kauphöll

Úrvalsvísitalan OMXI6 hækkaði um 1,21% í dag í tæplega 15,7 milljarða króna veltu. Þar af voru viðskipti með bréf Marels um 12,2 milljarðar króna en líkt og greint var frá seldi Horn fjárfestingarfélag, dótturfélag Landsbankans, allan hlut sinn í Marel í gær. Hinn endurreisti Landsbanki Íslands keypti 8,26% hlut af dótturfélagi sínu og Eyrir Invest keypti rúm 3% hlut. Fyrir viðskiptin átti Horn 13,8% í Marel. Eyrir er eftir sem áður stærsti hluthafinn með 34,7% eignarhlut. Hlutabréfaverð í Marel hækkaði um 2,48% í Kauphöllinni í dag og var lokagengi 124 krónur á hlut.

Þá voru rúmlega 3 milljarða viðskpti með bréf Össurar. Viðskipti voru tvö talsins og breyttist verð bréfanna ekki. Það stendur nú í 195 krónum á hlut.

Atlantic Petroleum hækkaði um 6,55% í um 900 þúsund króna viðskiptum og Icelandair Group hækkaði um 1,58%. Viðskipti með bréf Icelandair Group námu alls um 83 milljörðum króna.