Kauphöllin hefur ákveðið að færa skuldabréf útgefin af Sparisjóðinum í Keflavík, Sparisjóðinum í Bolungarvík og Byr á Athugunarlista vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda og mögulega ójafnræði meðal fjárfesta.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni.

Um leið hafa hlutabréf Føroya Banki verið fjarlægð af Athugunarlista með vísan til upplýsinga í tilkynningum sem birt var dags 31. ágúst sl. um að tilboði félagsins í Fiona Bank hafi ekki verið tekið.