Skuldabréf sem Ríkisútvarpið (RÚV) gaf út (RÚV 00 1 og RuV 99 1) hafa fengið athugunarmerkingu í kjölfar afkomuviðvörunar. Eins og fram kom í gærkvöldi að tap af rekstri RÚV á yfirstandandi rekstrarárið er áætlað um 357 milljónir króna. Þar af er tapið 305 milljónir á fyrri hluta tímabilsins. Tapið er um 100-150 milljónum meira áður var gert ráð fyrir. Tapið veldur því að eigið fé félagsins fer undir undir 8% mörk sem skilgreind eru í lánasamningum sem RÚV hefur gert.

Fram kom í tilkynningu RÚV í gær að stjórn hafi tilkynnt viðskiptabanka sínum um stöðuna og átt jákvæð samskipti um áframhaldandi samstarf.

Boðað var til starfsmannafundar um stöðu RÚV nú klukkan 10.