Arðbærasta fjárfestingin á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í ár voru ríkisskuldabréf. Það er í fyrsta sinn frá að minnsta kosti árinu 1997 sem skuldabréfin skiluðu meiri ávöxtun en hlutabréf, hrávörur og dollarinn. Bloomberg fjallar um málið í dag.

Háa ávöxtun af ríkispappírum má fyrst og fremst rekja til óvissunar um stöðu margra evruríkja og þann óstöðugleika sem hefur einkennt svæðið. Fjárfestar leituðu í auknum mæli í öruggari fjárfestingar, sem leiddi til mikillar hækkunar.