Fyrsti hópur eigenda ríkisskuldabréfa í Puerto Rico kærðu sjálfstjórnarsvæðið í dag, í kjölfar þess að tímafrestur sem hlífði ríkinu við slíkum ákærum rann út í gær.

Hópur sem eiga andvirði 16 milljarða Bandaríkjadala í skuldabréfum  sem áttu að vera greiddar með söluskatti á eyjunni, stendur fyrir lögsókninni.

Skuldirnar jafngilda 68% af VLF

Þar segir að áætlanir stjórnvalda um að greiða ekki að fullu leiti allar 70 milljarða dala skuldir ríkisins séu ekki í samræmi við stjórnarskrá ríkisins og sökuðu þeir stjórnvöld um að þrýsta á þá til að samþykkja það sem þeir kalla óréttlát og ólögleg skilyrði.

Jafngilda skuldir ríkisin sum 7.440 milljörðum íslenskra króna, sem svarar til um 68% af vergri landsframleiðslu svæðisins. Er talið að þetta sé einungis fyrsta af mörgum lögsóknum eigenda ríkisskuldabréfa eyjanna, en áður en lokað var fyrir frekari lögsóknir á síðasta ári stóðu stjórnvöld á eyjunni frammi fyrir fjölmörgum lögsóknum.

Bandaríkin samþykkti björgunaráætlun fyrir ári

Bannið við frekari lögsóknum sem nú er runnið út var liður í björgunaráætlun bandaríska þingsins, en eyjan er undir stjórn Bandaríkjanna, þó hún tilheyri ekki Bandaríkjunum sem slíkum, og eru allir íbúarnir með bandarískan ríkisborgararétt. Samt sem áður er fulltrúi þeirra á bandaríska þinginu ekki með atkvæðarétt þar, né geta íbúarnir kosið til forseta Bandaríkjanna.

Lögsóknin kom í kjölfar þess að ríkisstjórninn Ricardo Rossello náði ekki samkomulagi við skuldabréfaeigendur fyrir 1. maí, en stjórnvöld hafa þegar lent í greiðslufalli síðan fyrri ríkisstjóri lýsti því yfir að ríkið gæti ekki greitt 70 milljarða skuld ríkisins í júní 2015. Björgunaráætlunin gerir ráð fyrir 800 milljón dölum á ári í greiðslur af skuldum, sem er bara brot af þeim 35 milljörðum sem ríkið þarf að greiða í vexti og afborganir á næsta áratug.

Hallarekstur í aldarfjórðung

Skuldir ríkisins hafa safnast upp síðustu 25 ár, þar sem rekstur stjórnvalda á eyjunni hefur verið rekið með halla allan þann tíma. Í júní 2016 samþykkti bandaríska þingið sérstök lög sem bæði heimila sjálfstjórnarsvæðinu að lýsa yfir gjaldþroti, ekki ósvipað því sem sveitarfélög í Bandaríkjunum geta gert.

Þó þannig að ríkið getur þá gengið frá öllum skuldum sínum í einu samhangandi ferli sem sveitarfélögum er ekki boðið upp á. Lögin settu einnig upp sérstaka fjármálastjórn fyrir landið sem tekið hefur yfir sumt af heimastjórn eyjunnar en það hefur kallað á mikla öldu mótmæla.

Buðu stjórnvöld skuldabréfaeigendum up á að þau myndu greiða þeim á bilinu 77 sent allt niður í 39 sent á Bandaríkjadalinn fyrir skuldir ríkisins, en því það tilboð rann einnig út í gær. Hafa stjórnvöld þá nú það tækifæri að lýsa yfir gjaldþrotaskiptum samkvæmt þessum sérstöku lögum sem myndi setja dómstóla í það hlutverk að endurskipuleggja skuldir þess.