Töluverðar lækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og hafa þær haldið áfram vestanhafs eftir opnun markaða í New York. Evrópski seðlabankinn kynnti í dag fyrirhugaða áætlun um skuldabréfakaup, en þau eiga að ýta undir hagvöxt með því að auka magn lausafjár í hagkerfinu. Mun seðlabankinn kaupa sértryggð skuldabréf og samkvæmt yfirlýsingu Mario Draghi mun bankinn kaupa skuldabréf næstu tvö árin.

Eins og áður segir lækkuðu evrópskar skuldabréfavísitölur í dag þrátt fyrir þessa yfirlýsingu og segir í frétt Bloomberg að ástæðan sé sú að fjárfestar óttist að aðgerðir seðlabankans dugi ekki til að koma hjólum evrópska hagkerfisins af stað á ný. Seðlabankinn hélt stýrivöxtum sínum óbreyttum í 0,05%.

Breska FTSE vísitalan lækkaði um 1,7%, franska CAC um 2,8% og þýska DAX um 2%.