Seðlabanki Evrópu mun verja 60 milljörðum evra í skuldabréfakaup mánaðarlega þar til í septembermánuði á næsta ári. Þetta sagði Mario Draghi seðlabankastjóri á blaðamannafundi þar sem magnaðgerðir (e. quantatitive easing) bankans voru kynntar.

Aðgerðunum er ætlað að örva evrópskan efnahag til þess að koma hagkerfinu aftur á skrið. Fram kom á fundinum að aðgerðirnar myndu hefjast í marsmánuði og mun endanleg fjárhæð kaupanna því nema 1.200 milljörðum evra.

Ljóst er að það er miklu hærri fjárhæð en markaðsaðilar bjuggust við, en í gær birtust hugleiðingar um að aðgerðirnar myndu nema 600 milljörðum evra í heildina og var sérfræðingum þá nóg um.

Draghi sagði jafnframt að vöxtum bankans yrði haldið lágum í 0,05%.

Nánar á vef Financial Times .