Doug Hodge, rekstrarstjóri sjóðafyrirtækisins Pimco, heldur erindi á hverjum einasta starfsmannafundi fyrirtækisins. Allir 2.600 starfsmenn fyrirtækisins mæta á þessa fundi ársfjórðungslega og Hodge lýkur erindi sínu alltaf á einu orði, sem líta má á sem flaggið sem starfsmennirnir ganga undir næstu mánuði. Í síðustu viku var fyrsti fundurinn eftir að Hodge tók við sem forstjóri Pimpco og lokaorðið sem hann valdi var „grit“, sem á íslensku mætti útleggja sem „þrautseigja“.

Þetta ákall um ákveðni og þrautseigju er til marks um þá flóknu erfiðleika sem Pimco tekst nú á við.

Mohanmed El-Erian hætti óvænt sem forstjóri og annar fjárfestingarstjóri Pimco í janúar og munu ástæðurnar annars vegar vera þær að hann var orðinn þreyttur á endalausum ferðalögum, en ekki síður á rifrildum við Bill Gross, stofnanda og fjárfestingarstjóra Pimco. Í kjölfarið hafa viðskiptavinir fyrirtækisins farið að skoða fyrirtækjamenningu Pimco gagnrýnum augum og eru jafnvel að endurskoða fjárfestingar sínar. Þetta kemur í kjölfar tímabils slakrar ávöxtunar hjá Gross sjálfum. Flaggskip hans, Total Return sjóðurinn, var í neðsta hluta lista yfir ávöxtun sjóða í fyrra vegna þess hve hátt hlutfall eigna sjóðsins er í verðtryggðum ríkisskuldabréfum.

Keppinautar Pimco gleðjast eðlilega yfir vandræðum fyrirtækisins, en spurningar um framtíð Pimco höfðu vaknað áður en sambandsslit Gross og El-Erian urðu ljós og munu ekki hverfa þegar minningar um það persónudrama dofna.

Pimco mun þurfa að ákveða hver mun taka við af hinum 69 ára gamla Gross auk þess sem það þarf að finna starfseminni breiðari grundvöll en bara í eignastýringu með áherslu á skuldabréf. Uppgangurinn sem fyllt hefur segl Gross megnið af ferli hans er ekki varanlegur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .