Stefán Héðinn Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri eignastýringasviðs Landsbankans og stjórnarformaður Landsvaka, hefur ekki lengur réttarstöðu grunaðs manns vegna skuldabréfamáls Björgólfs Guðmundssonar.

Málsatvik voru þau að Stefán Héðinn var grunaður um brot þar sem Landsvaki keypti skuldabréf upp á 400 milljónir árið 2005 sem Björgólfur Guðmundsson gaf út. Í fyrstu var greitt af bréfinu en með falli bankanna var því hætt og eftirstöðvarnar voru 190 milljónir króna. Grunur lá fyrir að Landsvaki hafi farið út fyrir heimildir sjóðsins til fjárfestinga með skuldabréfakaupunum. Rannsókn leiddi í ljós að svo var ekki.

Stefán Héðinn var einn þeirra sem var færður til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara þann 20. janúar sl. í tengslum við rannsókn á starfsemi Landsbankans fyrir hrun. Hann hefur enn réttarstöðu grunaðs manns í máli er varðar kaup Landsbankans á verðbréfum af sjóðum Landsvaka þann 6.október 2008. Á þeim tíma hafði sjóðunum verið lokað. Sérstakur saksóknari rannsakar enn það mál vegna gruns um skilasvik, er fram kemur í frétt Vísi.