Skuldabréfamarkaður hefur róast á undanförnum vikum eftir miklar sveiflur í september. Í vikulegum markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa segir að ástæðan sé trúlega sú að flestir telja að enn sé langt í afnám gjaldeyrishafta og jafnframt að afnám þeirra í skefum komi til með að hafa minni áhrif á skuldabréfamarkaðinn en áður var talið.

„Vikan var mun rólegri en undanfarnar vikur. Löng verðtryggð bréf hækkuðu um 1,61% en stutt verðtryggð bréf lækkuðu um 0,14%. Stutt óverðtryggð bréf hækkuðu um 0,86%.“