Skuldabréfaeign bankanna, fyrir eigin hönd og viðskiptavina, nam í lok nóvember tæpum 210 mö.kr. Þetta kemur fram í yfirliti frá Seðlabanka sem birt var í gær. Stærstur hluti þeirrar stöðu er í íbúðabréfum, 142 ma.kr., og öðrum markaðsskuldabréfum, 45 ma.kr. Íbúðabréfaeign bankanna hefur aukist um 12,5 ma.kr. á síðustu þremur mánuðum en ekki er hægt að sjá af þessum tölum hvort staðan er fyrir hönd bankanna sjálfra eða vegna samninga viðskiptavina segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

Önnur markaðsskuldabréf, þ.e. skuldabréf gefin út af öðrum aðilum en ríkissjóði og Íbúðalánasjóði, hafa aukist um 20 ma.kr. á síðustu þremur mánuðum og endurspegla mikla útgáfu skuldabréfa banka og fyrirtækja undanfarið.

Byggt á Morgunkorni Íslandsbanka.