Ríkisskuldabréfaútboð Portúgals í dag fór betur en margir töldu. Skuldabréf voru seld fyrir hámarksupphæð, 1,25 milljarða evra en tveir flokkar voru gefnir út til þriggja og níu ára. Þó var ávöxtunarkrafa bréfanna ekki eins há og markaðsaðilar vonuðu, að því er segir á vef Wall Street Journal.

Litið var á útboðið sem prófstein fyrir landið sem á í skuldavanda ásamt nokkrum öðrum evruríkjum. Björgunarsjóður evruríkja var til taks ef ekki tækist að selja skuldabréfin.

Wall Street Journal hefur eftir sérfræðingi hjá Nordea banka í Helsinki að Portúgal þurfi að gefa út mun fleiri skuldabréf til að endurfjármagna skuldir.

Spánn og Ítalía gefa út ríkisskuldabréf á morgun.