Niðurstöður í skuldabréfaútboði ítalska ríkisins í dag eru mikil vonbrigði fyrir ráðmenn landsins og Evrópusambandsins.

Ríkissjóður Ítalíu seldi skuldabréf að andvirði 3,9 milljarða evra til fimm ára. Álagið á bréfin var 5,6%. Í sambærilegu útboði 14. júlí var álagið mun lægra, eða 4,93%. Að auki voru gefin út 2,6 milljón evra til 7 og 9 ára.

Eftirspurnin var einnig mun minni. Hún var 1,93 sinnum heildarútgáfan í júlí, en aðeins 1,28 sinnum útgáfan nú.

Álagið hækkar nú þrátt fyrir mikil uppkaup Evrópska seðlabankans á skuldabréfum Ítalíu. Útboðið er því mikil vonbrigði og áhyggjuefni fyrir ráðmenn Ítalíu og Evrópusambandsins og eykur ekki á bjartsýni fyrir skuldabréfaútboð spænska ríkisins á fimmtudag.

Fánar Ítalíu og Evrópusambandins blakta við hún.
Fánar Ítalíu og Evrópusambandins blakta við hún.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)