Fasteignafélagið Eik hefur bætt við sig 3,5 milljörðum í skuldabréfaútboði, þar sem heildareftirspurn nam 4,1 milljarði króna. Áskriftir voru því skertar um 600 milljónir króna en skuldabréfin boðin til sölu á fastri ávöxtunarkröfu sem nam 3,70%.

Veðhlutfall tryggingasafnsins verður 69,6% í kjölfar útboðsins, en heimild er fyrir allt að 75% veðhlutfalli í skilmálum skuldabréfanna. Segir í fréttatilkynningu að stefna Eikar er að veðhlutfallið sé um 70%.

Var um að ræða stækkun á skuldabréfaflokknum EIK 100346, en skilmálar flokksins, ásamt flokkinum EIK 1201, stækkar sameiginlegt veðandlag skuldabréfaflokkanna tveggja með þremur nýjum fasteignum, það er á Pósthússtræti 2, Suðurlandsbraut 6, 3.hæð og Suðurlandsbraut 32, 2. hæð, allar í Reykjavík. Í kjölfar þess eru síðari tvær fasteignirnar að fullu hluti af veðsafninu.

Umræddur skuldabréfaflokur verður tekiinn til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland fyrir 1. mars 2017. Markaðir Íslandsbanka veittu ráðgjöf og önnuðust sölu skuldabréfanna fyrir hönd Eikar.