International Bank of Reconstruction (IBRD) tilkynnti um þriggja milljón króna skuldabréfaútgáfu í íslenskum krónum í gær og nemur heildraútgáfa erlendra aðila nú yfir 100 milljöðum, segir greiningardeild Íslandsbanka.

Greiningardeildin segir heildarútgáfuna mun meiri en búist var við þegar hún hófst í lok ágúst.

"Hefur útgáfan haft töluverð áhrif á innlendan fjármagnsmarkað. Styttri flokkar ríkisbréfa hafa til dæmis ekki fylgt eftir stýrivaxtahækkun Seðlabanka eins og ella mætti búast við og innlánsvextir á millibankamarkaði (REIBID) til eins árs hafa lækkað. Er nú komin kryppa á REIBID ferilinn þar sem ekki er vænst mikillar verðbólgu á næstu mánuðum og því er eftirspurn á stysta enda ferilsins og útgáfan skapar eftirspurn á lengsta enda hans," segir greiningardeildin.

Íslandsbanki segir útgáfu skuldabréfa í íslenskum krónum erlendis komi sennilega til með að halda áfram enda er útlit fyrir hækkandi stýrivexti og þar með auknum vaxtamun við útlönd.

"Í ljósi þess gerum við ráð fyrir að þrýstingur verði áfram til lækkunar ávöxtunarkröfu óverðtryggðra vaxta og krónan haldist sterk á næstunni."