Íslandsbanki mun á þessu ári hefja útgáfu skuldabréfa og víxla í krónum til fjármögnunar á innlendum markaði. Frá þessu greinir Morgunblaðið og vísar til nýrrar skýrslu um áhættustýringu og áhættumat bankans. Þá hefur blaðið upplýsingar um að öðru fremur sé stefnt að útgáfu sértryggðra skuldarbréfa með tryggingum í fasteignalánum. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um hvenær útgáfan mun eiga sér stað.

Fjármögnun bankanna frá hruni hefur einskorðast við innlán enda eiga þau forgang á aðrar kröfur en það á þó ekki við um sértryggð skuldabréf. Því má eiga von á fleiri slíkum útgáfum hjá Íslandsbanka á næstu árum.