Sjálfseignarstofnanir sem heyra undir Viðskiptaráð fjármögnuðu sig um 1,9 milljarða í lok desember. Fasteignirnar Ofanleiti 1 og 2 eru í eigu þeirra en Verslunarskóli Íslands er til húsa í Ofanleiti 1.

Sjóðstýringarfélagið Stefnir sá um útboðið. Finnur Oddson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag að lífeyrissjóðir hafa teki þátt í skuldabréfaútboðinu.

Endurfjármögnunin tengist ákveðnum skipulagsbreytingum. Háskólinn Í Reykjavík var áður til húsa í Ofanleiti 2 en eftir flutninga var ákveðið að búa til tvær sjálfseignarstofnanir í stað þess að hafa eina.

Lánið vegna Ofanleitis 1 er samtals 1,15 milljarðar króna og vextir 4,2%.