Uppgjör á íslenskum eignarhaldsfélögum mun óhjákvæmilega hafa miklar afskriftir í för með sér fyrir íslenska lífeyrissjóði.

Mikil óánægja er meðal stjórnenda lífeyrissjóða með hvernig þessi félög hafa mörg hver tekið miklum breytingum sem hefur áhrif á greiðslugetu þeirra nú.

Þannig hafi skuldari bréfanna breyst frá því að vera rekstrarfélög í að vera móðurfélög, þar sem enginn rekstur eða sjóðsstreymi er að baki skuldinni, eins og lá þó oft til grundvallar þegar farið var af stað með útgáfuna.

Eins og einn framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs benti á í samtali við Viðskiptablaðið þá er mikill munur að eiga kröfu á rekstrarfélagið Icelandair eða eignarhaldsfélagið Stoðir.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .