Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 10,2 milljarða króna viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,1% í 2,3 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 7,9 milljarða króna viðskiptum.

Nokkuð mikil viðskipti voru með óverðtryggð ríkisbréf á gjalddaga í desember næstkomandi eða fyrir rúma tvo milljarða króna. Veltan með ríkisbréf á gjalddaga í júlí 2011 var 1,1 milljarður. Þá var mesta veltan með stysta verðtryggða flokk íbúðabréfa, HFF 14. Nam ún 1,1 milljarði króna. Hækkaði sá flokkur mest í verði, um 0,2% og lækkaði ávöxtunarkrafan um sjö punkta.