Skuldabréfavísitala hækkaði um 0,1% í dag og nam heildarvelta skuldabréfa 10,8 milljörðum króna.  GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,1% í 3,5 milljarða króna viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,4% í 7,3 milljarða viðskiptum. Veltan á skuldabréfamarkaðnum var lítil fyrir hádegi en svo voru nokkrar stórar færslur eftir hádegi. Mest viðskipti voru með styttri íbúðabréf og lengri ríkisbréf. Vegna eftirspurnar í óverðtryggð bréf hækkuðu RB19 og RB25 (ríkisbréf á gjalddaga 2019 go 2015) um 0,62-0,76%.