Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,3% í um 16,8 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,4% í rétt tæplega sjö milljarða króna viðskiptum en óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 9,9 milljarða króna viðskiptum.

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,2% og nam veltan rétt tæpum 18 milljörðum króna. Fyrirtækjaskuldabréfavísitalan lækkaði um 0,10% í 158 milljóna króna viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% og nam velta með bréf í henni 991 milljón króna.