Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 8,7 milljarða króna viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 1,4 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 7,3 milljarða króna viðskiptum.

Undanfarna viku hefur vísitalan fyrir óverðtryggð skuldabréf hækkað um 0,8%. Vísitalan fyrir verðtryggð skuldabréf, eins og íbúðabréf, hefur hækkað um 0,2% síðastliðna viku.

Mest voru viðskipti með lengstu ríkisbréfin í dag, á gjalddaga 2019 og 2015. Þannig var veltan með RB19 1,7 milljarðar króna og RB25 3,9 milljarðar. Verð RB19 lækkaði um tæp 0,5% og RB25 um 0,06%.