Skuldabréfavísitalan GAMMA, GBI, hækkaði um 0,3% í dag en velta með skuldabréf nam rúmum 30 milljörðum króna.

Hækkunin í dag vekur nokkra athygli þar sem skuldabréfavísitalan lækkaði um 5,4% í gær en þannig þurrkaðist öll ávöxtun sl. mánaðar út.

GBI hefur nú lækkað um 6,8% á einni viku en hækkað um 0,2% á einum mánuði.

Sem fyrr segir nam velta í dag rúmum 30 milljörðum króna. Velta með verðtryggð skuldabréf nam um 14,6 milljörðum og hækkaði verðtryggði hluti skuldabréfavísitölunnar um 0,9%. Sá hluti hefur hins vegar lækkað um 7,7% á einni viku en hækkað um 1,4% á einum mánuði.

Velta með óverðtryggð skuldabréf nam 15,7 milljörðum króna en óverðtryggði hluti skuldabréfavísitölunnar lækkaði í dag um 1,3%. Þannig hafa óverðtryggð skuldabréf lækkað um 4,6% á einni viku og 2,8% á einum mánuði.