Hafnarfjarðarbær kynnti fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2016 eftir lokum markaða í dag.

Gert er ráð fyrir 300 milljón króna afgangi af A og B hluta á árinu 2016. Einnig er gert ráð fyrir því að veltufé frá rekstri verði 15% af heildartekjum eða 3,3 milljarðar króna, en samkvæmt áætluninni er það  forsenda þess að hægt sé að lækka skuldir bæjarins.

Gert er ráð fyrir miklum sparnaðaraðgerðum og umbótum í rekstri bæjarins. Markmið umbótanna er að halda þjónustustigi óbreyttu en að svigrúm verði til niðurgreiðslu skulda. Skuldahlutfall bæjarins á að vera 177% í lok árs 2016, en það var 202% í lok árs 2014 og 216% í lok árs 2013.

Meðal þeirra umbóta sem þegar hefur verið gripið til í rekstri bæjarins var að gripið var til útboða i auknu mæli.

Áætlunin gerir ráð fyrir lóðasölu á nýju íbúðahverfi á Völlunum, hafinn veðrur undirbúningur við framkvæmdir á nýjum leið- og grunnskóla  í sama hverfi. Einnig er gert ráð fyrir átaki í sölu iðnaðarlóða á Völlunum en söluandvirði þeirra lóða verður nýtt til að greiða niður skuldir.

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir í tilkynningu um fjárhagsáætlunina:

„Verði áætlunin samþykkt í þessa veru tel ég að búið sé að ná tökum á undirliggjandi vanda í rekstri bæjarfélagins. Sé rétt haldið á málum eru bjartir tímar framundan í Hafnarfirði.  Það sem af er þessu ári hefur farið mikill tími í að endurskipuleggja reksturinn með það að markmiði að ná niður kostnaði, sem virðist ætla takast gangi þessi áætlun eftir.  Nú er hægt að fara að snúa sér frekar að ýmsum öðrum málum sem hingað til hafa fengið minni athygli. Gangi áætlunin eftir mun skuldaviðmið Hafnarfjarðar verða komið niður fyrir þau 150% sem sveitarstjórnarlög kveða á árinu 2017“