Skuldakrísan á evrusvæðinu hefur haft neikvæð áhrif á danskan útflutning. Þetta segir Allan Sørensen, aðalráðgjafi danska fyrirtækisisin DI.

Búist er við að hagkerfi evruríkjanna dragist saman um 0,3% á yfirstandandi ársfjórðungi og 0,2% á næsta ári.

Danskur útflutningur fer að stórum hluta til evrulandanna 17, að sögn danska viðskiptablaðsins Börsen. Blaðið telur til að verðmæti dansks útflutnings nam 500 milljörðum danskra króna í fyrra og tengdust 450.000 störf honum með einum eða öðrum hætti.

Þá segir í blaðinu að gert sé ráð fyrir því að útflutningur til Þýskalands aukist aðeins um 0,5%. Gert er ráð fyrir því að minna verði selt til Ítalíu, Spánar og Hollands en fyrri ár.