Helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu við upphaf viðskipta á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Ástæðan eru áhyggjur fjárfesta af framvindu skuldakreppunnar á evrusvæðinu og hugsanleg áhrif hennar af hagkerfi landa innan myntbandalagsins í Evrópu. Þar með talin er hugsanleg lækkun á lánshæfiseinkunnum Frakklands og Þýskalands.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur það sem af er dags lækkað um 0,8%, S&P 500-vísitalan hefur lækkað um 0,65% og Nasdaq-vísitalan hefur lækkað um 0,31%