Síðustu helgi stóð Háskólinn í Reykjavík (HR) fyrir ráðstefnu um skuldakreppuna í Evrópu. Ráðstefnan fór fram í húsakynnum HR og stóð í tvo daga. Friðrik Már Baldursson, prófessor og forseti viðskiptadeildar HR, var í forsvari fyrir ráðstefnuna.

Af 17 fyrirlesurum voru 13 erlendir aðilar. Þeirra á meðal voru Lee Buchheit og Richard Porters sem báðir eru Íslendingum vel kunnir. Þá héldu erindi aðilar frá m.a. virtum háskólum beggja megin Atlantshafsins og seðlabanka Evrópu. Auk þeirra héldu þeir Ásgeir Jónsson og Friðrik Már sameiginlegt erindi um lukku Íslendinga í efnahagshruninu, Ragnhildur Helgadóttir frá HR hélt erindi um ábyrgð ríkisvaldsins á efnahagskreppunni og í lok ráðstefnunnar flutti Már Guðmundsson seðlabankastjóri lokaerindi.

Miklar umræður sköpuðust eftir hvern fyrirlestur og ekki var annað að sjá en að ráðstefnugestir væru almennt ánægðir.

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem ljósmyndari Viðskiptablaðsins, Birgir Ísleifur Gunnarsson, tók.

Jón Þór Sturluson og Þráinn Eggertsson, hagfræðiprófessor, á ráðstefnunni Debt crisis in the eurozone í HR þann 08.10.11.
Jón Þór Sturluson og Þráinn Eggertsson, hagfræðiprófessor, á ráðstefnunni Debt crisis in the eurozone í HR þann 08.10.11.
© BIG (VB MYND/BIG)

Jón Þór Sturluson og Þráinn Eggertsson, hagfræðiprófessor

Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor, á ráðstefnunni Debt crisis in the eurozone í HR þann 08.10.11.
Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor, á ráðstefnunni Debt crisis in the eurozone í HR þann 08.10.11.
© BIG (VB MYND/BIG)

Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor, var meðal fyrirlesara og skipuleggjenda.

Ráðstefnugestir á ráðstefnunni Debt crisis in the eurozone í HR þann 08.10.11.
Ráðstefnugestir á ráðstefnunni Debt crisis in the eurozone í HR þann 08.10.11.
© BIG (VB MYND/BIG)

Ráðstefnugestir á ráðstefnunni Debt crisis in the eurozone vor fjölmargir. Hér er brot þeirra.

Lee Buchheit, fyrrv. aðalsamningamaður Íslands í Icesvave viðræðunum, á ráðstefnunni Debt crisis in the eurozone í HR þann 08.10.11.
Lee Buchheit, fyrrv. aðalsamningamaður Íslands í Icesvave viðræðunum, á ráðstefnunni Debt crisis in the eurozone í HR þann 08.10.11.
© BIG (VB MYND/BIG)

Lee Buchheit, fyrrv. aðalsamningamaður Íslands í Icesvave viðræðunum, og bak við hann er Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri.

Franek Rozwadowski, fulltrúi AGS hér á landi og Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, á ráðstefnunni Debt crisis in the eurozone í HR þann 08.10.11.
Franek Rozwadowski, fulltrúi AGS hér á landi og Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, á ráðstefnunni Debt crisis in the eurozone í HR þann 08.10.11.
© BIG (VB MYND/BIG)

Franek Rozwadowski, fulltrúi AGS hér á landi og Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra.

Edda Rós Karlsdóttir, starfsmaður AGS, á ráðstefnunni Debt crisis in the eurozone í HR þann 08.10.11.
Edda Rós Karlsdóttir, starfsmaður AGS, á ráðstefnunni Debt crisis in the eurozone í HR þann 08.10.11.
© BIG (VB MYND/BIG)

Edda Rós Karlsdóttir, starfsmaður AGS á Íslandi.

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, á ráðstefnunni Debt crisis in the eurozone í HR þann 08.10.11.
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, á ráðstefnunni Debt crisis in the eurozone í HR þann 08.10.11.
© BIG (VB MYND/BIG)

Í kaffipásunni gafst ráðstefnugestum tækifæri til að ræða saman um málefni líðandi stundar.